Mikið úrval af litlum og hagkvæmum íbúðum
Gríðarlegur metnaður var lagður í hönnum smærri íbúða til að ná fram hámarksgæðum og nýtingu fermetra. Gólfsíðir gluggar hámarka náttúrulega birtu og engir ofnar sem taka nýtanlegt gólfpláss en allar íbúðir eru búnar gólfhita.
Í þeim íbúðum sem falla undir skráningu sem 1.herbergja/Studio er svefnrými aðskilið frá alrými sem skapar eiginleika 2ja herbergja íbúðar. Svefnrýmin eru ýmist lokuð af með uppsettum rennihurðum að innanverðu, miðjusettum vegg eða opnu hurðargati þar sem möguleiki er að setja upp rennihurðar.
Góð hönnun skapar betri rými
Úrval íbúða með auka svefnherbergjum og einkennir skipulag húsa númer 33 og 39 að auka svefnherbergi eru rúmgóð og ekki samliggjandi hjónaherbergi og veita þannig aukið næði í notagildi sem barna eða gestaherbergi. Í húsum nr. 35 og 37 eru fjölbreyttar útfærslur með samliggjandi svefnherbergjum, Valdar íbúðir með sér þvottahúsi inn af baðherbergi.
Íbúðir efstu hæða
Öll fjögur húsin skarta stórglæsilegum íbúðum á efstu hæðum hver með sínum sérkennum og eiginleikum. Allar íbúðirnar hafa það hins vegar sameiginlegt að skarta gríðarmikilli lofthæð með allt að 5,5 metra í hæsta punkt, hjónasvítu með sér baðherbergi, auka baðherbergi og inndregnar þaksvalir.
Hágæða eldhústæki frá Siemens og eru eldhús búin tvöföldum bakaraofni, stórum helluborðum ásamt innbyggðum ísskáp. Quartz steinplötur frá Granítsmiðjunni á eldhúsborði og eyju.
Stórir gluggar og þakgluggar sem veita rýmum mikla náttúrulega birtu. Hönnun þakglugga efstu hæðar að Mýrargötu 39 er einstök en gluggar flæða upp þakið frá vegghlið og stórbrotið útsýni yfir Faxaflóa til norðurs og vesturs.