Á Héðinsreit í gamla Vesturbænum rísa 102 bjartar og fallegar íbúðir í fjórum stakstæðum húsum. Fyrstu íbúðir afhendast í apríl 2023
Íbúðir afhentar fullbúnar með gólfefnum
Gólfhiti og gólfsíðir gluggar
Nálægð við úrval þjónustu og menningu á jaðri miðborgar.
Bókaðu skoðun

Íbúðir á besta stað í nágrenni við iðandi mannlíf miðbæjarins
Einstaklega vel staðsettar íbúðir þar sem íbúar koma til með að búa steinsnar frá iðandi mannlífi og menningu miðbæjarins ásamt mjög stutt í alla þjónustu eins og verslanir, skóla og leikskóla

Hönnun
Mikill metnaður við hönnun íbúða þar sem leitast er við að nýta hvern fermetra sem best.
Innanhúshönnun var í höndum Sæju innahússhönnuðar (www.saeja.is) þar sem leitast var við að skapa hlýlega og bjartar íbúðir.
Allar innréttingar eru íslenskar og koma frá Axis, borðplötur úr Quartz steini, gólfsíðir gluggar, gólfhiti og eru íbúðir afhentar fullbúnar með gólfefnum og innbyggðum ísskáp.